Google workspace for education

Aðgerðir til að lágmarka áhættu

Áhættumat á hugbúnaðinum

Búið er að fara yfir alla þætti kerfisins sem eru notaðir í skólum og leggja mat á þá áhættu sem fylgir notkun þess. Slökkt hefur verið á þáttum sem ekki uppfylla kröfur okkar um persónuvernd nemenda.

Stillingar á aðgangi nemenda

Búið er að fara í gagngera endurskoðun á öllum nemendastillingum og áhrifum þeirra. Stuðst var við úttekt hollenska ríkisins á ráðlögðum stillingum og aðgangsstýringu nemenda að öllum þáttum Google Workspace for Education.

Fræðsla og leiðbeiningar

Búið er að útbúa vinnureglur fyrir starfsfólk og aðra sem koma að kerfinu um hvernig við eigum að umgangast það með tilliti til persónuverndar nemenda. Nemendur fá svo hefðbundna fræðslu í gegnum upplýsingatæknina um persónuvernd og þýðingu hennar.