Google workspace for education

Allir nemendur eru með sitt eigið skólanetfang sem þeir nota til að skrá sig inn á skólaþjónustur Google. Engum óþarfa upplýsingum er safnað um nemendur og ekki er búið til svokallað auglýsingasnið um þá í Education hluta Google. Einnig gerum við ýmsar ráðstafanir til að lágmarka áhættu og auka persónuverndaröryggi kerfisins. Hægt er að lesa um þetta hér til hægri.

Person Drinking Coffee and Working
Person Working on iPad
Helstu forrit Google Workspace for Education

Google Drive

Google Drive er geymsluþjónusta á netinu þar sem nemendur geta vistað allar skrár sínar, eins og ritgerðir, kynningar og myndbönd. Skrárnar eru aðgengilegar hvar og hvenær sem er, svo nemendur geta haldið áfram með verkefni sín heima eða í skólanum.

Google Docs

Google Docs er ritvinnsluforrit sem gerir nemendum kleift að búa til, breyta og deila skjölum á netinu. Nemendur geta unnið saman í rauntíma, sem auðveldar hópverkefni og samvinnu. Það er auðvelt að nota og frábær grunnur til að læra á ritvinnslu.

Google Classroom

Google Classroom er stafrænt kennslukerfi þar sem kennarar geta úthlutað verkefnum, sent tilkynningar og stjórnað samskiptum við nemendur. Nemendur fá aðgang að kennsluefni, verkefnum og leiðbeiningum, og geta sent inn verkefni til endurgjafar frá kennara.

Google Sheets

Google Sheets er reikniforrit þar sem nemendur geta búið til og unnið með töflureikna. Það er notað til að safna gögnum, framkvæma útreikninga og skipuleggja upplýsingar á myndrænan hátt. Nemendur geta líka unnið saman að sömu töflureiknum á netinu.

Google Sites

Google Sites er einfalt verkfæri til að búa til eigin vefsíður. Nemendur geta búið til vefsíður til að kynna verkefni sín á skapandi hátt, sem eykur áhuga þeirra á efni og gerir þeim kleift að deila vinnu sinni með foreldrum og kennurum.

Google Slides

Google Slides er forrit til að búa til kynningar og glærur. Nemendur geta unnið saman að glærukynningum fyrir verkefni eða hópverkefni, sem gerir kynningar þeirra skemmtilegar og faglegar. Hægt er að bæta við myndum, myndböndum og töflum til að skýra efnið.

Gmail

Gmail er tölvupóstþjónusta sem nemendur nota til samskipta við kennara og bekkjarfélaga. Nemendur geta auðveldlega sent og móttekið tölvupóst með spurningum um verkefni eða að fá upplýsingar frá kennara. Þetta hjálpar þeim að halda góðum samskiptum í skólanum.

Google Calendar

Google Calendar er dagatal sem nemendur geta notað til að halda utan um alla viðburði sem tengjast námi þeirra, svo sem verkefnaskil, próf og aðrar áminningar. Þetta hjálpar nemendum að skipuleggja tímann sinn betur og sjá á einum stað hvað þarf að gera.

Google Forms

Google Forms er tæki til að leggja fyrir kannanir og próf og safna upplýsingum á einfaldan og fljótlegan hátt. Margir möguleikar einkenna forritið og er hægt að búa til mikinn fjölda mismunandi spurningagerða til að hafa námsmatið sem fjölbreyttast.

Um viðbótarþjónusturnar

Viðbótarþjónustur Google falla utan við hefbundna Education skilmála fyrirtækisins og því höfum við gert sérstakt mat á því hvernig við notum þær í skólastarfinu. Þú getur kynnt þér það mat með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Google Translate

Translate forritið frá Google er mjög mikilvægt hjálpartæki í skólastarfinu. Það veitir nemendum aðstoð í tungumálanámi og sérstaklega hjálpar það erlendum nemendum okkar að læra íslensku og eiga í samskiptum við skólafélagana.

Google Earth

Google Earth er frábært hjálpartæki til að skoða heiminn og fræðast um veröldina beint úr skólastofunni. Hægt er að fara hvert sem er í heiminum og sjá fræg minnismerki eða bara ganga um götur fjarlægra borga.